Jæja þá er bara vika þar til við verðum á Indlandi. Frábært Matta að senda mynd og allt. Held við komumst á netkaffi í Dharmsala allavega og sjálfsagt í öllum bæjum. Þannig að við látum vita af okkur í gegnum þetta. Er í smá vandræðum með að ákveða hvaða fatnað skal taka með. Svefnpokinn kominn niður sem og apotekið, held bakpokinn sé hálffullur strax. Kveðja Lydía
Flokkur: Vinir og fjölskylda | 1.10.2008 | 17:40 | Facebook
Eldri færslur
Apríl 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Athugasemdir
Hæ stelpur. Ég hitti Syhamile í dag. Hún er frá Indlandi og hefur oft farið á okkar slóðir. Hefur búið á Íslandi í 10 ár og er að skipuleggja ferðir til Indlands næstu árin. Fylgist með blogginu í gegnum Ingo. Hún leggur til að við tökum bíl með bílstjóra frá Dehli til Hardwar. Þetta er ca 250 km og 4 klst í bíl. Ekki farin að pakka en kem til með að versla "silkiplástur" fyrir okkur. Frá Syhamile: Mjög kallt í fjöllunum á þessum árstíma og gæti ringt mikuið. Gönguskó og regnföt. Bara soðinn matur, ekki ís af götusölum, ekki mat af götusölum, vatn af flöskum ofl ofl sem við kannski vitum. Hvern vantar far á flugvöll, Ingo getur keyrt okkur.
Matta.
Lydía Rafnsdóttir, 6.10.2008 kl. 19:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.